Veiðar á langreyði hafnar

Deila:

Hvalveiðar eru hafnar. Skipið Hvalur átta hélt til veiða í fyrrakvöld. Gert er ráð fyrir því að Hvalur 9 fari um helgina þegar búið er að ljúka við endurbætur á skipinu samkvæmt frétt á ruv.is.

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir að Hvalur átta kanni nú miðin út af Faxaflóa, Reykjanesi og að Vestmannaeyjum. Langreyðastofninn við Ísland og Færeyja er rúmlega fjörutíu þúsund dýr og er heimilt að veita hundrað sextíu og eina langreyði.

Kristján segist vera kominn með kaupendur að kjötinu í Japan. Það sem hingað til hafi gert fyrirtækinu erfitt um vik að selja kjötið hafi hins vegar japanskir embættismenn.

Kristján segir að þeir hafi stuðst við fimmtíu ára gamlar aðferðir við að efnagreina hvalkjöt. Nú hafi þeir hins vegar lofað bót og betrun og hyggist taka upp aðferðir sem séu alþjóðlega viðurkenndar.

 

Deila: