Fyrsti fiskveiðisamningur Breta og Færeyinga

Deila:

Færeyjar og Bretar hafa gert með sér tvíhliða samning um fiskveiðiréttindi, sem gilda mun á þessu ári eftir hugsanlega útgöngu Breta úr ESB án samnings. Markmiðið er að varðveita fiskveiðiréttindi Bretlands og Færeyja innan lögsögu hvors annars.

Þetta er fyrsti tvíhliðasamningur þjóðanna um fiskeiðar. Um er að ræða bæði aflaheimildir og aðgang að lögsögu beggja landanna. Þá er einnig samið samstarf við fiskveiðieftirlit.

„Með þessum samningum eru löndin að staðfesta vilja sinn til að efla samstarf þjóðanna á grunni vináttu til margra ára, sem nágrannar í Norður-Atlantshafi. Með þessu eru einnig sköpuð skilyrði fyrir sjávarútveginn í báðum löndunum og að sameiginlegir fiskistofnar verði nýttir á sjálfbæran hátt,“ segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneyti Færeyja.

Á myndinni eru Herluf Sigvaldsson og Colin Faulkner, formenn samninganefnda þjóðanna.

 

Deila: