Viðbætur við makrílkvótann

Deila:

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um viðbótarheimildir í makríl. Um er að ræða 4 þúsund lestir af viðbótaraflaheimildum. Fram kemur á vef Fiskistofu að heimilt sé að úthluta 50 tonnum á hvert skip í einu og gjaldið sé 3,38 krónur á kíló.

Úthlutun viðbótarheimilda fer fram á miðvikudegi í vikunni eftir að umsókn er send inn. Síðasti dagur sem hægt er að sækja um í hverri viku er föstudagur. Úthlutað verður vikulega til 15. september eða þar til potturinn klárast.

Skilyrði úthlutunar:

  • Skip sé í B-flokki makrílveiða

  • Skip með meira en 30 tonna aflamarksúthlutun skulu hafa veitt 75% af úthlutuðu aflamarki sínu.

  • Skip hafi veitt 50% af úthlutuðum viðbótaraflaheimildum

  • Skip hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni.

  • Að greitt hafi verið fyrir viðbótarúthlutun.

Sjá nánar reglugerð nr. 725/2020 um ráðstöfun 4000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl.

Deila: