Bretar borða meira af fiski fyrir jólin
Sala á sjávarafurðum í jólamánuðinum í fyrra jókst um 4,4% miðað við sama tíma í fyrra. Eins og áður var laxinn mest selda einstaka fisktegundin. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Seafish, opinberum samtökum í Bretlandi, sem sjá um skráningu upplýsinga úr sjávarútvegi og fleiri þætti. Þar má sjá að á seinni helmingi desembermánaðar vörðu Bretar tæpum 24 milljörðum íslenskra króna til kaupa á 14.800 tonnum af fiskmeti. Árið 2016 nam þessi upphæð 23 milljörðum 2006 og 21 milljarði 2015.
Í frétt frá Seafish segir að í raun stafi verðmætaaukningin af verðhækkunum, sala bæði ferskra og unninna afurða hafi dregist saman mælt í magni. Engu að síður sýni tölurnar að neytendur hafi gert vel við sig yfir jólin, þrátt fyrir verðbólgu og lækkandi laun.
Lax og rækja, bæði hlý- og kaldsjávar voru vinsælustu tegundirnar á jólaborðum Breta og voru nærri helmingur allra kaupa Breta á sjávarafurðum á tímabilinu. Mest aukning varð í neyslu tegunda eins og eldisfiskinum „basa“, smokkfiski og þorski af 25 vinsælustu tegundum.Neysla á basa jókst um 29,8 %, smokkfiski um 17,5% og þorski um 12.6%. Aðeins varð aukning í afurðaflokknum frystur fiskur á þessu tímabili. Sala á frystri rækju og sardínum jókst verulega, en mest var selt af frystum þorski í jólamánuðinum, alls 1.383 tonn síðustu tvær vikurnar, sem er 7,8% aukning frá sama tíma árið 2016.