Venus með mest af síldinni

Deila:

Síldveiðar hafa gengið mjög vel í haust. Aflinn nú er orðinn 85.000 tonn, sem er 3.000 tonnum meira en alla vertíðina í fyrra. Leyfilegur heildarafli er 106.000 tonn, eftir flutning aflaheimilda frá síðasta ári og sérstakar úthlutanir.

Aflahæsta skipið nú er, samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu, Venus NS með ríflega 8.000 tonn. Næsta skip er Margrét EA með 7.800 tonn. Þessi tvö skip eru líka með mestar heimildir, eða um 10.000 tonn hvort skip.
Næstu skip eru Ásgrímur Halldórsson SF með 7.600 tonn, Beitir NK með 7.500 tonn og Jóna Eðvalds SF með 7.000 tonn. Tæplega 20 skip hafa landað síld í haust.

Deila: