Makríll tekur við af kolmunna

Deila:

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í fyrrinótt með 1.450 tonn af kolmunna. Að löndun lokinni mun skipið verða þrifið hátt og lágt og síðan mun það halda til makrílveiða um helgina.

Ráðgert er að hefja makrílvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í byrjun næstu viku. Unnið verður á tveimur vöktum í verinu. Vonast er til að allt verði farið að ganga vel við framleiðsluna í lok næstu viku en síðan verður starfsfólki gefið frí um verslunarmannahelgina.

Vilhelm Þorsteinsson EA landaði fullfermi af frystum makríl í Neskaupstað í fyrradag og er þetta önnur veiðiferðin eftir að skipið hóf veiðarnar.

Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK eru enn við kolmunnaveiðar og hafa veiðarnar gengið vel að undanförnu. Áformað er að Börkur landi í dag og haldi síðan til makrílveiða.

 

Deila: