Frumvarpsdrögin um myndavélaeftirlit ganga of langt
„Íslenskar hafnir og Fiskistofa hafa sameiginlega hagsmuni af því að vigtun sjávarafla sé örugg og lúti vönduðu verklagi. Hafnirnar byggja aflagjaldstekjur á því að allur afli sé rétt vigtaður og tegundagreindur. Fiskistofa, sem annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, byggir upplýsingar um nýtingu nytjastofna sjávar á því að allur afli sé vigtaður og rétt skráður. Að mati Hafnasambands Íslands er því eðlilegra að að unnið verði í samræmi við drög að samstarfsyfirlýsingu Fiskistofu og íslenskra hafna og fyrirhugaðar lagabreytingar lagaðar að ákvæðum yfirlýsingarinnar. Fiskistofa og Hafnasamband Íslands hafa átt með sér fundi í svonefndri samráðsnefnd og hafa þeir fundir verið gagnlegir. Það er því farsælt að auka samráð milli aðila. Fyrirliggjandi frumvörp ganga því að mati hafnasambandsins of langt í að setja auknar skyldur og kröfur á hafnir.“
Svo segir í umsögn Hafnasambands Íslands í umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 57 frá 1996 um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um stjórn fiskveiða og lögum um Fiskistofu. Frumvarpið felur meðal annars í sér eftirlit með myndavélum um borð í fiskiskipum og löndunarhöfnum, sem Fiskistofa mun fá aðgang að.
Umsagnarferli vega frumvarpsins er nú loki og er ekki annað að sjá á Samráðsgátt stjórnvaldaviðalmenning að aðeins tveir aðilar hafi gert athugasemdir við það, Hafnarsambandið og Samtök atvinnulífsins, sem hafna frumvarpinu.
Svar Hafnasambandsins má sjá á slóðinni hér fyrir neðan:
file:///C:/Users/vogal/Downloads/Myndav%C3%A9lav%C3%B6ktun%20-%20ums%C3%B6gn%202018%20(1).pdf