Aflaverðmæti í maí jókst um 4,5%

Deila:

Verðmæti sjávarafla íslenskra skipa í maí nam 11,6 milljörðum króna sem er 4,5% aukning samanborið við maí 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam tæpum 8,1 milljarði og dróst saman um 4,6%. Verðmæti flatfisktegunda nam rúmum 1,3 milljörðum sem er 32,5% aukning miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.

Verðmæti uppsjávarafla sem var nær eingöngu kolmunni nam rúmum 1,8 milljörðum samanborið við tæpa 1,3 milljarða í maí 2017. Verðmæti skel- og krabbadýra var rúmar 359 milljónir króna, nánast óbreytt miðað við maí 2017.

Á 12 mánaða tímabili, frá júní 2017 til maí 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 122 milljörðum króna sem er 6,3% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Þessar verðmætatölur eru í nokkru samræmi við breytingar á fiskafla, sem var í maí 4% meiri en í sama mánuði árið áður. Botnfiskafli dróst saman um 12% en mun meira veiddist af uppsjávarfiski, nær eingöngu kolmunna. Aukningin þar var um 14%.

Verðmæti afla 2017–2018
Milljónir króna maí Júní-maí
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
             
Verðmæti alls 11.104,6 11.606,5 4,5 114.928,4 122.202,7 6,3
             
Botnfiskur 8.478,3 8.084,3 -4,6 77.868,6 85.885,3 10,3
Þorskur 5.149,4 5.068,8 -1,6 49.366,8 54.997,7 11,4
Ýsa 738,6 716,1 -3,0 7.988,3 8.768,7 9,8
Ufsi 905,5 618,0 -31,8 7.115,2 7.069,8 -0,6
Karfi 915,4 844,2 -7,8 8.717,3 10.169,9 16,7
Úthafskarfi 118,6 95,1 -19,8 483,2 309,8 -35,9
Annar botnfiskur 650,7 742,1 14,0 4.197,8 4.569,5 8,9
Flatfiskafli 989,7 1.311,4 32,5 7.329,2 9.025,9 23,1
Uppsjávarafli 1.278,5 1.851,4 44,8 27.126,3 24.838,3 -8,4
Síld 0,1 0,0 6.192,5 4.504,4 -27,3
Loðna 0,0 0,0 6.709,4 5.891,7 -12,2
Kolmunni 1.275,7 1.848,6 44,9 3.356,5 5.924,8 76,5
Makríll 2,7 2,8 3,0 10.867,8 8.517,5 -21,6
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,1 0,0 -43,7
Skel- og krabbadýraafli 358,1 359,5 0,4 2.604,3 2.453,2 -5,8
Humar 149,8 97,5 -34,9 834,0 782,5 -6,2
Rækja 176,0 221,5 25,8 1.471,6 1.242,2 -15,6
Annar skel- og krabbadýrafli 32,3 40,5 25,2 298,7 428,4 43,5
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Deila: