Sandfell með 15 tonn

Deila:

Sandfell er nú byrjað á veiðum að afloknum slipp á Akureyri. Þeir voru ekki lengi að smella í hann, skipverjarnir, og var landað 15 tonnum á Siglufirði á Sunnudag. Báturinn sigldi síðan austur og hóf veiðar á Austfjarðamiðum í gær.

Deila: