Veiðigjald á síðasta fiskveiðiári var 11,2 milljarðar

Deila:

Miðað við afla í lok ágúst fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 nam heildarupphæð álagðs veiðigjalds fiskveiðiársins um 11,2 milljörðum króna og greiðendur voru 959 talsins.  Þeir 11 greiðendur sem eru stærstir greiða um helming  álagðs veiðigjalds fiskveiðiársins samkvæmt samantekt Fiskistofu.

Veiðigjaldið nú eru meira en tvöfalt hærra en á síðasta fiskveiðiári. En þá nam það 4,6 milljörðum króna. Aðeins einu sinni hefur gjaldið verið hærra. Það var fiskveiðiárið 2012/2013, þá greiddi útgerðin 12,8 milljarða króna. Áætlað veiðigjald á næsta almanaksári er 7 milljarðar króna.

HB Grandi greiðir langhæsta veiðigjaldið á þessu fiskveiðiári, rétt rúman einn milljarð króna. Samherji greiðir næst mest, 777 milljónir króna. Þorbjörn í Grindavík kemur þar á eftir með 531 milljón. Síldarvinnslan í Neskaupstað kemur næst með 460 milljónir og þá er Skinney-Þinganes með 400 milljónir.

Deila: