Hoffell landar síld til söltunar

Deila:

Hoffell SU var í gær að landa um 620 tonnum af íslenskri síld til söltunar hjá loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Loðnuvinnslan er eina fyrirtækið á landinu sem saltar síld í umtalsverðum mæli.

Nú, upp úr áramótum, er afli úr síld á heimamiðum orðinn 33.200 tonn fyrir utan þessa löndun. Leyfilegur heildarafli er 38.600 tonn og því  innan við 6.000 tonn óveidd.

Aflahæstu skipin nú eru Beitir NK með tæplega 4.100 tonn, Hákon EA með 3.750, Börkur NK með 3.700 tonn, Ásgrímur Halldórsson SF með 3.300 tonn og Jóna Eðvalds SF með 3.200 tonn.

Deila: