Ýsa á hrísgrjónum í ofni

Deila:

Matreiðslubækur halda sínum vinsældum og segja má að fyrir hver jól komi eins slík út. Nú, fyrir jólin, kom út matreiðslubókin Hvað er í matinn? Þar gefur Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir uppskriftir að einföldum mat fyrir alla daga vikunnar.

„Þetta er klassískur réttur sem naut mikilla vinsælda fyrir meira en 20 árum. Vinsældir koma og fara og ég vona að vinsældir þessa réttar verði aftur miklar því hann er einfaldur og fljótlegur og langflestum finnst hann góður,“ segir höfundur bókarinnar um þennan góða rétt.

Innihald:

3 bollar soðin hrísgrjón
800 g ýsuflök, beinlaus og roðflett
salt
pipar
1 rauð paprila
1 lítil dós grænn aspas
200 g rifinn ostur
2 ½ dl rjómi 2 egg

Aðferð:

Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og setjið í botn á eldföstu móti.

Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita og leggið ofan á hrísgrjónin. Saltið vel og piprið.

Hreinsið paprikuna, skerið smátt og dreifið yfir fiskinn. Dreifið líka aspas yfir fiskinn og loks rifnum osti.

Pískið rjóma og egg vel saman í skál eða könnu. Hellið blöndunni yfir fiskinn í eldfasta mótinu.

Setji í 180°C heitan ofn og bakið þar til osturinn er bráðinn og sósan kraumar. Tekur allt að hálftíma.

Deila: