Sáttafundur klukkan tvö

Deila:

Samninganefndir, sjómanna, vélstjóra og útgerðarinnar koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 14. Það er ríkissáttasemjari sem boðar til fundarins.

Eftir því sem fréttastofa ruv.is  kemst næst eru engar sérstakar vendingar í málinu núna, en ríkissáttasemjari engu að síður séð ástæðu til að kalla deilendur saman.Verkfall sjómanna hefur staðið í tæplega tvo mánuði. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau hyggist ekki setja lög á verkfallið, heldur sé það í höndum deilenda að leysa málin. Það sem einkum er tekist á um er hlutur sjómanna í olíukostnaði og endurupptaka sjómannaafsláttar.
 

Deila: