Bjóða upp þorskkvóta á Flæmska hattinum

Deila:

Sjávarútvegsráðuneyti Færeyja hefur nú birst reglugerð um uppboða aflaheimilda á Flæmska hattinum. Í boði verða 1.276 tonn af þorski og eru heimildirnar boðnar upp til eins árs. Heildarkvóti Færeyinga af þorski á þessum slóðum er 3.911 tonn

Skilyrði fyrir möguleika á þátttöku í uppboðinu eru að einstaklingar eða fyrirtæki hafi veiðileyfi fyrir þetta ár í skipaflokki 3 og aflinn verði tekinn á línu. Um er að ræða opið uppboð sem haldið verður 31. janúar og mun Fiskmarkaður Færeyja sjá um uppboðið.

 

 

Deila: