Ítrekað bent á vandann

Deila:

Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirlitshlutverki Fiskistofu sem birt var nú eftir áramótin hefur verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga. Stjórnendur Fiskistofu telja skýrsluna vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum.

„Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þennan vanda. Það kemur réttilega fram í skýrslunni að starfsmönnum Fiskistofu hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008 samhliða því að verkefnum hefur fjölgað. Þá hefur Fiskistofa enn fremur bent á að bæta þurfi regluverkið til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. Endurskoða þurfi reglur um vigtun sjávarafla og hvernig meta skuli tengsl fyrirtækja með tilliti til þess hvort einstakir aðilar ráði yfir stærri hlut veiðiheimilda en leyfilegt er samkvæmt lögum,“ segir í færslu á heimasíðu Fiskistofu.

 

Deila: