Fönix BA mokar grásleppunni upp

Fönix BA er alveg við það að rjúfa 60 tonna aflamúrinn á grásleppuvertíðinni. Að lokinni 10. löndum þann 8. maí var aflinn kominn í 59 tonn og 487 kg.
Að sögn Hafþórs Jónssonar eiganda og skipstjóra Fönix man hann varla eftir öðru eins moki og á þessari vertíð. Hafþór er þó enginn nýgræðingur í faginu, hefur varla misst úr vertíð frá því hann hóf eigin útgerð 1993. Stærsti róðurinn það sem af er var 27. apríl þegar hann landaði 10,4 tonnum.
Þetta kemur fram á heimasíðu landssambands smábátaeigenda. Þar er ennfremur þessar töflur að finna.

