Saltfiskur með mangó chutney

Deila:

Hér er uppskrift að einföldum saltfiskrétti sem kemur frá Albert Eldar. Hægt er að nota annan fisk en saltfisk í réttinn, ásamt því að þú getur útbúið þitt eigið mango chutney ef þú kýst sykurminni útgáfu af réttinum.

Innihald:

800 g saltfiskur (hnakkastykki)

1 krukka af mango chutney (rúmlega einn bolli)

5 msk rjómaostur

rifinn ostur

Aðferð:

Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast form. Setjið mangó chutney í pott og hitið lítið eitt, látið rjómaostinn saman við og hrærið í þangað til hann er uppleystur. Hellið yfir fiskinn, stráið rifna ostinum yfir og bakið í um 20 mín við 175°.

Soðnar kartöflur, gott salat og brauð hentar vel með þessum fína rétti.

 

Deila: