Óviturt að loka Djúpinu án frekari rannsókna

Deila:

Það væri óviturt að loka Ísafjarðardjúpi fyrir laxeldi án þessa að stunda frekari rannsóknir og taka til greina allar mótvægisaðgerðir sem fyrirtæki í fiskeldi hafa boðað. Þetta segir Eva Pandóra Baldursdóttir, þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi. „. Það er greinilegt að fiskeldi yrði mikil búbót fyrir íbúa á svæðinu. Ég tel að náttúran eigi samt að fá að njóta vafans en þær mótvægisaðgerðir sem ég hef kynnt mér líta vel út og virðast í fljótu bragði að minnsta kosti stemma stigu fyrir þeim náttúruspjöllum sem menn óttast,“ segir Eva Pandóra.

Á næstu daga verður skýrsla stefnumótunarnefndar í fiskeldi gerð opinber en nefndinni var falið að marka stefnuna til langs tíma.

Það þarf að fara fram miklu upplýstari umræða um málið áður en hægt er að taka ákvörðun [um að loka Ísafjarðardjúpi. Innsk. blm.] og ég hlakka til að lesa skýrsluna sem kemur út bráðum,“ segir Eva Pandóra.

Mynd og texti af bb.is

 

Deila: