Makríl endurúthlutað við Grænland

Deila:

Ráðuneyti sjávarútvegs og veiða á Grænlandi hefur ákveðið að endurúthluta 8.500 tonnum af makríl við Austur-Grænland, þar sem ekki hefur náðst að fiska hann. Af því deilast 4.000 tonn til þriggja útgerða, en ráðuneytið mun halda eftir 4.500 tonnum. Gert er ráð fyrir að þeim verði úthlutað fljótlega þegar útgerðirnar þurfi á þeim að halda.

Tvær af útgerðunum sem nú fá úthlutað eru við að ljúka veiðum á makrílkvóta sínum og sú þriðja er grænlensk útgerð sem gerir út skip, sem henta til makrílveiða.

 

 

 

Deila: