Sækja þarf um sérveiðileyfi á ný
Vakin er athygli á því að sækja þarf sérstaklega um öll sérveiðileyfi fyrir hvert fiskveiðiár.
Núgildandi sérleyfi falla úr gildi þann 31. ágúst nk.
Vegna komandi fiskveiðárs 2017/2018 þarf að sækja sérstaklega um eftirtalin leyfi og er það gert í Ugga, þjónustugátt Fiskistofu.
- Dragnótarveiðileyfi
- Leyfi til veiða á ígulkerum
- Leyfi til frístundaveiða
- Leyfi til skarkolaveiða í Faxaflóa (takmarkað við ákveðinn hóp skipa)
- Leyfi til veiða á kúfskel til manneldis
- Leyfi til veiða á beitukóngi
Makrílveiðileyfi
Fiskistofa vekur jafnframt athygli á að strandveiðibátar og aðrir geta nú sótt um makrílveiðileyfi vegna fiskveiðiársins 2017/2018. Makrílveiðileyfi strandveiðibáta sem sótt er um nú gilda frá 1. september nk.