Bréfdúfa um borð

Deila:

Bjarni Bergþór Eiríksson, matsveinn á línubátnum Tómasi Þorvaldssyni frá Þorbirni í Grindavík er maður vikunnar á Kvótanum nú. Þeir róa í sumar fyrir norðan og hafa verið að landa á Siglufirði. Fiskurinn er síðan keyrður suður til vinnslu hjá Þorbirni, ýmist ferskur til útflutnings með flugi, frystur eða saltaður.

Nafn?

Bjarni B. Eiríksson

Hvaðan ertu?

Hafnarfirði

Fjölskylduhagir?

Fráskilinn

Hvar starfar þú núna?

Matsveinn á Tómasi Þorvaldsyni GK

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1986

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin

En það erfiðasta?

Er illa gengur

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að fá bréfdúfu um borð til okkar

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Arnbjörn Kristjánsson

Hver eru áhugamál þín?

Skotveiði og stangveiði

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambahryggur

Hvert færir þú í draumfríið?

Siglingu um Karabíska hafið

 

Deila: