Hver man ekki eftir fiskibollunum í bleikri sósu?
Maður vikunnar hefur helgað starfsævi sína niðurlangningu sjávarafurða. Unnið að vöruþróun á því sviði bæða heima og erlendis um áratuga skeið. Áhugamálin eru myndlist, silungs- og laxveiði, golf og skotveiði og hann myndi una sér vel við strendur Galapagos.
Nafn?
Einar Þór Lárusson.
Hvaðan ertu?
Reykjavík
Fjölskylduhagir?
Ég er giftur Hrönn Kristjánsdóttur, saman eigum við einn son. Auk þess á ég tvær fósturdætur.
Hvar starfar þú núna?
Þetta er svo lítið flókið. Ég er fastráðinn hjá ísam sem á ORA Þar starfa ég við vöruþróun að auki sé ég um vöruþróun fyrir Akraborg á Akranesi. Einnig hef ég tekið að mér vöruþróun út um allan heim.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Ég tók mín fyrstu skref hjá Ora í kópavogi 1971, hver man ekki eftir fiskibollunum í bleikri sósu ?
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Fjölbreytileiki verkefnana er endalaus.
En það erfiðasta?
Mörg verkefnin hafa tekð langan tíma og verið krefjandi en ég man ekki að ég hafi gefist upp við neitt af þeim.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Einu sinni var ég í verkefni í Kína og þá var komið með eitthvað til min sem líktist fílsfót, þeir báðu mig um að sjóða þetta niður, þeir áttu nóg af þessu. Þeir gátu engan vegin útskýrt hvað þetta væri. 10 kílóa stykki. Seinna komst ég að því að þetta var fiskur úr risakuðungi.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Enginn nefndur, enginn gleymdur.
Hver eru áhugamál þín?
Myndlist, silungs og lax veiði, golf og skotveiði.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Mér finnst allur matur góður, reyndar misgóður. Ég borða fisk hvar sem ég fer, hef sennilega komið til 30 landa. Ég hugsa að dúfur sem ég smakkaði í KÍna hafi komið mér mest á óvart.
Hvert færir þú í draumfríið?
Ég hugsa að ég mundi una mér vel við strendur Galapagos.