Bleikja slapp í Tungulæk

Deila:

Fiskistofa fékk ábendingu um það að morgni 30. ágúst sl. að mikið magn af bleikju væri að finna í Hæðarlæk í Skaftárhreppi við eldisstöð Tungulax ehf. Hæðarlækur rennur í Tungulæk sem er þekkt sjóbirtingsá.

Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur á vettvang og staðfesti að mikið magn af bleikju væri í Hæðarlæk.

Í samskiptum Fiskistofa við framkvæmdastjóra Tungulax ehf. kom fram að slys hefði orðið við störf í stöðinni sl.sunnudag og hann taldi að ca. 200 fiskar hefðu sloppið.

Fiskistofa vann síðan að því að hreinsa eldisfiska úr Hæðarlæk í samráði við Tungulax ehf. Fiskistofa gerði Matvælastofnun viðvart um atburðinn sem rannsakar nú tildrög málsins.

 

Deila: