Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta
Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa skv. ákvæðum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019. Auglýst er eftir umsóknum fyrir Ísafjarðarbæ (Hnífsdal)
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í byggðarlaginu.
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi. Samningum þarf að skila áður en umsóknarfrestur er liðinn.
Umsókn er skilað í gegnum rafrænu umsóknargáttina. Vinnslusamningi skal skila í tölvupósti á byggdakvoti@fiskistofa.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2019