Höfrungur III með mestar heimildir í „Rússasjó“

Deila:

Fiskistofa hefur úthlutað aflaheimildum til íslenskra skipa í þorski innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Miðað er við slægðan þorsk og er leyfilegur heildarafli 3.300 tonn. Það er heldur minna en á síðasta ári, þegar kvótinn var 3.700 tonn. Aflinn þá varð 3.112 tonn
11 skip fá nú úthlutað heimildum og kemur langmest í hlut Höfrungs III AK, 792 tonn. Kleifaberg RE kemur næst með 558 tonn og þá Sólberg ÓF með 546 tonn. Ljóst er að eftir á að flytja mikið af heimildum milli skipa eins og undanfarin ár. Ekki borgar sig fyrir þá sem fá litlar heimildir að sækja þær sjálfir þessa löngu leið.

Á síðasta ári var heimildum innan lögsögu Rússa í Barentshafi úthlutað til 15 skipa en aðeins þrjú skip stunduðu veiðarnar og var mest af heildunum flutt yfir á þau. Kleifaberg kom þá með mestan afla úr „Rússasjó“, 1.382 tonn. Blængur NK var með 1.138 tonn og Arnar HU með 592 tonn. Sólberg ÓF var með heimildir til veiða á 584 tonnum af þorski, en nýtti sér þær ekki.

 

Deila: