Vinna við sjóvarnir í Grindavík

Deila:

Vinna við sjóvarnir við Grindavík er hafin. Verkið felst í byggingu sjóvarna á tveimur stöðum vestan við Grindavík, heildarlengd verksins er  um 400 m. Framkvæmdir við  Arfadalsvík sunnan við golfvöllinn eru hafnar en þeim á að ljúka um miðjan júní. Einnig á að fara í sjóvarnir austan við Gerðatangann við fjárhúsin á Stað sem byrjað verður á um miðjan júní.

Fyrirtækið E. Gíslason ehf var lægstbjóðandi í verkið en þeirra tilboð hljóðaði upp á 15.827.700 sem var nánast á pari við kostnaðaráætlun. Tvö tilboð bárust í verkið en hitt tilboðið var frá Ellert Skúlasyni ehf úr Reykjanesbæ og hljóðaði það upp á 19.559.000 kr.

Helstu magntölur:
Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 3.700 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2019.

 

Deila: