Þrír sækja um leyfi til hvalveiða

Deila:

Þrír hafa sótt um leyfi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fyrir hvalveiðum í sumar. Ráðuneytið hefur ekki svarað leyfisbeiðnunum. Umsókn hefur borist frá Hval hf. varðandi langreyðarveiðar. Þá hafa borist umsóknir frá IP útgerð ehf. og Runo ehf. vegna hrefnuveiða samkvæmt frétt á ruv.is

Útgefinn kvóti fyrir langreyði fram til ársins 2025 er 209 dýr og 217 hrefnur. Veiðitímabil hvalveiði stendur ekki lengur en sex mánuði á ári hverju samkvæmt samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Enginn tímafrestur er á því hvenær þarf að vera búið að sækja um leyfi og ekki er tekið gjald fyrir leyfi.

 

Deila: