Alltaf skemmtilegt að vinna í fiski

Deila:

Maður vikunnar að þessu sinni langt að kominn. Hann er frá Serbíu en starfar nú sem verkstjóri í landvinnslu HB Granda. Hann hafði aldrei séð eins mikið af fiski og fyrsta vinnudaginn.

Nafn?

Vladimir Funcic.

Hvaðan ertu?

Ég er frá Serbíu.

Fjölskylduhagir?

Ég er einhleypur.

Hvar starfar þú núna?

Ég er verkstjóri í landvinnslu HB Granda.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Þegar ég kom til Íslands 2004 fór ég að vinna í HB Granda.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fyrir mig alltaf er skemmtilegt að vinna í fiskvinnslu. Mjög gaman er að sjá hvað mikið af fiski gengur í gegnum framleiðsluna hverjum degi.

En það erfiðasta?

Erfiðasta er þegar eitthvað er bilað og við þurfum að klára pöntunina fyrir daginn.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það var fyrsti vinnudagurinn, að sjá svona mikið af fiski.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Margir eru eftirminnislegir. 😊

Gísli, Halldór, Jón Páll, Jón Magnús, Kristín, Raggi Skúli og Bergur.

Hver eru áhugamál þín?

Áhugamál mín er að ferðast.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Mér finnst  gott að fá  ítalskan og Miðjarðarhafs mat.

Hvert færir þú í draumfríið?

Í ferð til Ríó.

 

 

Deila: