Veiðigjald á þorski lækkar um átta krónur
Veiðigjald lækkar umtalsvert í krónum talið um næstu áramót, miðað við gjaldið, sem hefur verið innheimt á þessu ári. Lækkunin er í samræmi við afkomu útgerðarinnar.
Landssamband smábátaeigenda hefur tekið saman yfirlit yfir breytingarnar í töflu sem sýnir gjaldið á þessu ári og því næsta. Á heimasíðu LS er einnig tekið dæmi um breytingarnar á gjaldinu fyrir 30 tonn af þorski.