Skipa skal dýravelferðarfulltrúa um borði í hvalskipum

Deila:

Matvælaráðuneytið hefur sett inn á samráðsgátt stjórnvalda reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar. 1. gr. Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi: Skipstjórar hvalveiðiskipa skulu tilnefna dýravelferðarfulltrúa úr áhöfn fyrir hvert skip og skal hann bera ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðarnar. Dýravelferðarfulltrúi skal ekki vera sá sami og beitir skutli.

Dýravelferðarfulltrúar skulu sækja námskeið sem samþykkt skal vera af Matvælastofnun. Slíkt námskeið skal að lágmarki vera fræðsla um virkni sprengiskutuls, beitingu hans og beitingu skotvopna. Velferðarfulltrúi skal halda skrá yfir allar aðgerðir er varða veiðarnar, mynda þær á myndband og skrá þær niður. Öllum gögnum sem velferðarfulltrúi áhafnar hvalveiðiskips safnar saman skal komið til eftirlitsdýralæknis eftir hverja veiðiferð. 2. gr. Reglugerð þessi er sett með stoð í 21. gr. laga nr. 55/2013, um velferð dýra.

Deila: