„Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem vilja halda þessu áfram“

Deila:

„Til þess að halda áfram hvalveiðum þá þarf að rökstyðja það mjög vel. Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem vilja halda þessu áfram, er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í frétt á Vísi, þar sem hvalveiðar eru til umfjöllunar.“ Í yfirlýsingu frá Dýralæknafélagi Íslands segir að ráðherra þurfi að stöðva hvalveiðar tafarlaust. Skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýni með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra.

Á Vísi er haft eftir ráðherra: „Ráðuneytið mitt er á þeim stað og það eru ákveðna forsendur sem ég verð að viðhafa sem embættismaður og ráðherra. Ég get ekki gert annað en það sem er skýr lagaheimild fyrir. Sú framkvæmd sem fór fram í fyrrasumar, hún er ekki í samræmi við meginmarkmið dýraverndunarlaga og það hlýtur að teljast alvarlegt og það hlýtur að teljast mikil ábyrgð þess aðila að tryggja velferð dýra við aflífun.“

Gildandi reglugerð um hvalveiðar rennur út eftir þetta veiðiár. Svandís segir að góðan rökstuðning þurfi til að halda veiðunum áfram.

Deila: