Fundað um sjómælingar

Deila:

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar hélt á dögunum 35. fund North Sea Hydrographic Commission (NSHC).  
Ráðið er eitt 15 svæðaráða Alþjóða sjómælingastofnunarinnar – IHO. Forstjórar sjómælingastofnana allra aðildarríkja NSHC; Belgíu, Danmerkur, Frakklands, Þýskalands, Íslands, Írlands, Hollands, Noregs, Svíþjóðar og Bretlands sóttu fundinn.

Ísland hefur verið aðili að NSHC frá því á níunda áratugnum og er þetta í annað sinn sem fundurinn er haldinn á Íslandi. Aðild Íslands að NSHC veitir sjómælingafólki Landhelgisgæslunnar ómetanleg tengsl og stuðning innan fagsviðs sjómælinga og um leið innsýn í starfsemi stærri sjómælingastofnana.

Á fundinum var unnið með fjölþætt málefni, línur lagðar. Góður árangur náðist. Mikil þróun á sér stað í sjómælingum og sjókortagerð með fjölda áskorana og tækifæra. NSHC leitar leiða til að efla framþróun, að tryggja öryggi sjófarenda og aðgengi að haftengdum gögnum um allan heim.

Deila: