Takk fyrir komuna

Deila:

Uppsjávarveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, var sýnt almenningi laugardaginn 9. apríl. Skipið kom fyrst til Akureyrar 2. apríl á síðasta ári en sökum heimsfaraldursins var ekki hægt að sýna skipið opinberlega.

Skipið lá við Oddeyrarbryggjuna að lokinni loðnuvertíð. Óhætt er að segja að stutt sé á milli vertíða, því Vilhelm Þorsteinsson lét úr höfn í gær, sunnudag, á kolmunnaveiðar í færeyskri lögsögu.

Um eitt þúsund gestir skoðuðu skipið á laugardaginn og spurðu áhöfn skipsins um margvíslegt er verðar tækni og aðstöðu um borð í þessu glæsilega og vel búna skipi. Björgunarsveitin Súlur á Akureyri sá um að taka á móti gestum og gæta þess að alls öryggis væri gætt í hvívetna.

Ljósmynd Þórhallur Jónsson

Fleiri myndir má sjá á slóðinni https://www.samherji.is/is/frettir/takk-fyrir-komuna

Deila: