Hækkandi þorskverð eykur aflaverðmæti
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu var aflaverðmæti úr sjó tæplega 13,5 milljarðar króna í apríl, sem er 16% meira en í apríl 2018. Verðmæti botnfiskaflans var tæpir 10,9 milljarðar og jókst um 28,1% miðað við apríl árið áður. Þar af nam verðmæti þorskaflans 5,8 milljörðum sem er 23,3% aukning. Verðmæti landaðrar ýsu jókst einnig umtalsvert, úr 861 milljón króna í 1.784 milljónir. Uppsjávarafli dróst saman um 22,7% og var að mestu kolmunni. Aflaverðmæti flatfisktegunda var 842 milljónir króna og jókst frá fyrra ári samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.
Á 12 mánaða tímabili frá maí 2018 til apríl 2019 jókst aflaverðmætið um 9,2% miðað við sama tímabil ári fyrr.
Það vekur athygli að aflaverðmæti skuli hækka um 16% í apríl á þessu ári, borið saman við sama mánuð í fyrra, þar sem afli í apríl nú var 23% minni en í sama mánuði í fyrra. Lækkun heildaraflans skýrist að langmestu leyti af mun minni kolmunnaafla. Botnfiskafli í apríl nú var sá sami og í apríl í fyrra., eða um 49.000 tonn. Engu að síður hækkar verðmæti botnfiskaflans um 28,2%. Þorskafli í apríl í ár var tæp23.000 tonn og dróst saman um 2%. Engu að síður eykst verðmæti hans 23,3%. Þessi aukning verðmæta skýrist því fyrst og fremst af hækkuðu fiskverði. Tvöföldun á heildarverðmæti ýsuaflans liggur hins vegar í tæplega tvöföldun aflans, sem fór í tæp 7.600 tonn í apríl á móti 3.944 tonnum árið áður. Úr því má lesa að verða á ýsu hefur hækkað miklu minna en á þorskinum.
Verðmæti afla 2018–2019 | ||||||
Milljónir króna | Apríl | Maí-apríl | ||||
2018 | 2019 | % | 2017-2018 | 2018-2019 | % | |
Verðmæti alls | 11.617,4 | 13.480,6 | 16,0 | 122.196,3 | 133.429,4 | 9,2 |
Botnfiskur | 8.499,5 | 10.885,0 | 28,1 | 86.769,6 | 100.388,0 | 15,7 |
Þorskur | 4.720,1 | 5.819,2 | 23,3 | 55.542,9 | 62.818,5 | 13,1 |
Ýsa | 860,9 | 1.783,9 | 107,2 | 8.791,2 | 13.655,1 | 55,3 |
Ufsi | 846,0 | 827,0 | -2,2 | 7.356,5 | 8.285,0 | 12,6 |
Karfi | 1.160,3 | 1.311,8 | 13,1 | 10.242,9 | 10.692,5 | 4,4 |
Úthafskarfi | 0,0 | 0,0 | – | 333,3 | 218,8 | -34,3 |
Annar botnfiskur | 912,1 | 1.143,1 | 25,3 | 4.502,9 | 4.718,1 | 4,8 |
Flatfiskafli | 772,7 | 842,0 | 9,0 | 8.704,0 | 10.628,5 | 22,1 |
Uppsjávarafli | 1.954,6 | 1.511,8 | -22,7 | 24.265,4 | 19.935,6 | -17,8 |
Síld | 0,0 | 0,0 | – | 4.504,4 | 4.655,9 | 3,4 |
Loðna | 0,0 | 0,0 | – | 5.891,7 | 0,0 | -100,0 |
Kolmunni | 1.953,9 | 1.506,6 | -22,9 | 5.351,9 | 7.768,5 | 45,2 |
Makríll | 0,8 | 5,2 | 560,9 | 8.517,4 | 7.511,1 | -11,8 |
Annar uppsjávarafli | 0,0 | 0,0 | – | 0,0 | 0,0 | -98,3 |
Skel- og krabbadýraafli | 390,5 | 241,9 | -38,1 | 2.457,2 | 2.477,2 | 0,8 |
Humar | 138,5 | 37,9 | -72,6 | 834,8 | 442,9 | -46,9 |
Rækja | 190,9 | 161,2 | -15,6 | 1.196,7 | 1.479,0 | 23,6 |
Annar skel- og krabbadýrafli | 61,2 | 42,8 | -30,0 | 425,7 | 555,4 | 30,5 |
Annar afli | 0,0 | 0,1 | – | 0,0 | 0,1 | – |