Sólberg komið í 6.400 tonn af slægðum þorski

Deila:

Þorskveiðar hafa gengið vel á árinu og er landaður afli af Íslandsmiðum nú kominn í 195.648 tonn af slægðum fiski. Auk þess hafa íslensku skipin borði að landi um 11.000 tonn af slægðum þorski úr Barentshafi. Það skip sem hefur skilað mestum þorski á land er Sólberg ÓF, skip Ramma hf.

Afli þess af slægðum þorski er 6.410 tonn. Þar af eru 3.016 tonn af heimamiðum, 1.479 tonn úr lögsögu Noregs í Barentshafi og 1.224 tonn úr Rússasjó. Veiðum okkar í Barentshafinu er fyrir nokkru lokið, fyrst Noregsmegin og síðan hjá Rússum. Aflinn Noregsmegin var 5.528 tonn og 5.578 tonn Rússlandsmegin.  Af aflanum Rússlandsmegin eru um 2.300 tonn sem útgerðirnar hafa leigt af Rússum.

Auk Sólbergs eru fimm skip sem eru með meira en 4.000 tonn af slægðum þorski. Drangey SK er með 5.755 tonn, allt af Íslandsmiðum, Björg EA er með 5.045 tonn af heimamiðum og Málmey SK með 4.801 tonn af heimaslóðinni. Björgúlfur EA er með 4.583 tonn, þar af 765 tonn úr Rússasjó og Kaldbakur EA með 4.239 tonn, þar af 548 úr Rússasjónum.

Deila: