Þrjú skip skiptu á makríl fyrir þorsk

Deila:

Þrjú skip skiptu á milli sín heimildum til veiða á 7.432 tonnum af makríl, sem voru í boði hjá Fiskistofu í skiptum fyrir þorsk. Alls bárust 27 tilboð, engin tilboð voru afturkölluð. Að þessu sinni var 6 tilboðum tekið.

Jón Kjartansson SU 311 fékk 3.683 tonn af makríl og lét á móti 1.183 tonn af þorski. Ljósafell SU fékk til sín 3.500 tonn í fjórum færslum og galt fyrir það 1.440 tonn af þorski og Sandfell SU fékk 250 tonn af makríl fyrir 201 tonn af þorski.

Deila: