Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Deila:

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskistofu fyrir miðnætti þann 15. september nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

Fiskistofa hvetur handhafa aflaheimilda til að ljúka færslum á aflaheimildum við lok fiskveiðiársins í góðum tíma.

Fyrsta hálfa mánuð nýs fiskveiðiárs verður hægt að færa aflamark milli skipa bæði vegna fiskveiðiársins 2018/2019 og 2019/2020.

Fram til 15. september á það  við um rafræna millifærslukerfið þar sem hægt er að færa milli óskyldra aðila að það kerfi mun eingöngu nýtast til að færa aflamark sem tilheyrir fiskveiðiárinu 2018/2019.

Þurfi menn á þessu tímabili að færa aflamark innan nýja fiskveiðiársins 2019/2020 er nauðsynlegt að senda inn beiðni til Fiskistofu þar um með gamla laginu, þ.e. með  eyðublaði af vef Fiskistofu.  Tekið verður gjald fyrir aflamarksfærslur í samræmi við gjaldskrá stofnunarinnar.

Eftir 15. september verður síðan hægt að nýta rafræna kerfið til að millifæra aflamark innan nýja fiskveiðiársins.

 

Deila: