Moka um makríl við Keflavíkurhöfn

Deila:

Smábátarnir eru nú komnir með tæp 1.900 tonn það sem af er vertíð. Veiðin hefur nær eingöngu farið fram við vestan – og suðvestanvert landið. Til dæmis hefur langmest veiði verið við Reykjanesið.

Að undanförnu hafa 30 til 40 bátar verið að landa makríl í Keflavíkurhöfn, en veiðin hefur verið við höfnina og inni í henni og hafa bátarnir jafnvel legið bryggju og mokað makrílnum upp. Þá hefur veiði verið undir Berginu og við Helguvík. Fyrr í vikunni voru um 1.200 tonn komin á land í Keflavík. Verðið fyrirmakrílinn er gott eða um 100 krónur á kíló.

‚A myndinni er Stakasteinn GK að veiðum við bryggjusporðinn í Keflavík í dag. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: