Breki og Páll Pálsson lagðir af stað til Íslands

Deila:

Nú fyrir hádegi lögðu systurtogararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS úr höfn í Rongcheng í Kína áleiðis til Íslands. Líkt og fram kom á Kvótanum á dögunum hefur smíði skipanna dregist talsvert en samið var um verkefnin árið 2014 og var þá miðað við afhendingu árið 2016.

Skipanna bíður löng sigling sem gæti tekið á sjötta tug sólarhringa allt í allt. Veglengdin til Íslands er rösklega 21 þúsund kílómetrar og verður siglt úr Kínahafi inn á Indlandshaf, þaðan um Suesskurðinn inn á Miðjarðarhaf, í gegnum Gíbraltar og inn á Atlantshaf. Áætlað er að skipin verði komin til Íslands fyrri hluta maímánaðar.

 

Deila: