Veiðar á síld, löngu og keilu vottaðar

Deila:

Vottunarnefnd SAI Global hefur staðfest fullnaðarvottun veiða eftirfarandi fiskistofna innan íslenskrar lögsögu eftir úttekt samkvæmt fiskveiðistjórnunarstaðli Ábyrgra fiskveiða (IRF): Löngu, keilu og íslenskrar sumargotssíld

Vottunarnefnd SAI Global samþykkti tillögu úttektarteymisins um fullnaðarvottun eftir ítarlega skoðun á vottunarskýrslum fyrir ofangreindar veiðar. Úttekt veiðanna tók 12 mánuði og fól í sér heimsóknir úttektarteymis, vísindalegt mat á ástandi veiðistofnanna ásamt úttekt á stjórnun veiðanna. Vottunarskýrslurnar voru rýndar af óháðum vísindamönnum (peer reviwers).

IRFM staðallinn sem vottað er eftir byggir efnislega á samþykktum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og er ISO faggildur. Óháð mat vottunarstofunnar var unnið eftir ISO17065 faggiltu kerfi Global Trust/SAI Global og veitir trúverðuga vottun þriðja aðila á ábyrgri fiskveiðistjórnun.

Vottunarskýrslan fyrir íslenska sumargotssíld er aðgengileg hér

Vorttunarskýrsla fyrir löngu er aðgengileg hér

Vorttunarskýrsla fyrir keilu er aðgengileg hér

 

Deila: