Fimm umsóknir um byggðakvóta Flateyrar

Deila:

Umsóknarfrestur um kvóta Byggðastofnunar á Flateyri rann út á föstudaginn. Fimm umsóknir bárust. Verið er að yfirfara umsóknir. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvenær ákvörðun verður tekin.

Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun voru þær frá eftirtöldum aðilum:

  • Fiskvinnslunni Íslandssögu o.fl.
  • WSG Trading
  • Walvis o.fl.
  • West Seafood o.fl.
  • ÍS 47 ehf. o.fl.

Með Íslandssögu á Suðureyri standa Vestfirska í Súðavík, Áróra Seafood og  Klofningur Suðureyri að umsókninni samkvæmt upplýsingum frá óðni Gestssyni framkvæmdastjóra Íslandssögu.

WSG Trading er fyrirtæki í Garðabæ og stjórnarmaður þess er Wendy Snæland Guðbjartsson. Hún er einnig skráð fyrir öðru fyrirtæki WSG Þingeyri, sem skráð er í Neðsta Hvammi í Dýrafirði, en ekki kemur fram að það fyrirtæki standi að umsókninni á Flateyri.

Walvis er í eigu Þorgils þorgilssonar á Flateyri og með Walvis munu vera samkvæmt heimildum Bæjarins besta fyrirtæki í eigu Gunnars Torfasonar, Ísafirði og Kristjáns Andra Guðjónssonar, Ísafirði og Bjartmarz ehf sem gerir út bátinn Ragnar Þorsteinsson ÍS 121.

West Seafood var aðili að samningi Byggðastofnunar sem var rift fyrr á árinu vegna vanefnda. Það er nú í samstarfi við fyrirtæki sem á bátinn Viggi ÍS 9.

ÍS 47 er í eigu  Gísla Jóns Kristjánssonar, Ísafirði og var einnig aðili að fyrri samningi.

Byggðastofnun hefur 400 þíg tonna kvóta til umráða og auglýsti hann til afnota í sex ár.
Mynd og texti af bb.is

 

Deila: