Sandfell með 264 tonn í ágúst

Deila:

Sandfell landaði alls um 264 tonnum í ágúst, og var með talsvert forskot á aðra báta í sama stærðarflokki.

Kristján HF var í öðru sæti með 199,9 tonn og Hafrafell SU sem leggur upp hjá Loðnuvinnslunni hf. var í þriðja sæti með 183 tonn. Þessir þrír skáru sig nokkuð frá öðrum í sama flokki samkvæmt frétt á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.

 

Deila: