Aðalfundur LS framundan

Deila:
  1. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand Hótel 17. og 18. október næstkomandi.  Öll svæðisfélögin 15 hafa nú haldið aðalfundi og samþykkt tillögur sem teknar verða fyrir á aðalfundinum.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa kjörnir fulltrúar svæðisfélaga LS 36 að tölu, stjórn og framkvæmdastjóri.

Öllum félagsmönnum er heimilt að taka þátt í aðalfundinum þar sem þeir hafa málfrelsi og tillögurétt.   Þeir sem hafa hug á að mæta verða skráðir sem áheyrnarfulltrúar og er skráning þegar hafin.

Fundurinn hefst á fimmtudag klukkan 13.00 og verður á Grand Hótel. Fundurinn byrjar með ávarpi Axels Helgasonar formanns félagsinn og flutningi skýrslu Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Þá flytur sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson erindi.

Að erindi ráðherrans loknu verður skipað í nefndir og taka þær til starfa. Klukkan 08.00 á föstudag verður ársreikningur Landssambandsins kynnir. Nefndir kynna niðurstöður sínar og verða þær ræddar og um þeir greidd atkvæði. Þá fer fram kjör stjórnar og formanns, sem síðan slítur fundinum

 

Deila: