Umframafli telur ekki til byggðakvóta

Deila:

„Fiskistofa vekur athygli á því að afli sem skráist sem umframafli á strandveiðum reiknast ekki til byggðakvóta. Hvorki sem mótframlag né veiðireynsla og er það breytt framkvæmd frá fyrri árum.” Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Í fyrra landaði strandveiðiflotinn samanlagt 183 tonnum umfram leyfilegan hámarksafla. Leyfilegt er að koma með 774 kíló af þorski að landi. Tiltölulega fáir bátar fóru nær alltaf vel yfir leyfilegt hámark.

Fiskistofa hefur nú tilkynnt að umframafli á strandveiðum reiknist ekki til byggðakvóta. Útgerðir greiða meðalverð þess dags í sekt fyrir þann umframafla sem kemur að landi. Ef menn eru í stórfiski geta þeir haft svolítið upp úr krafsinu, fari þeir umfram. Sem dæmi má nefna að meðalverðið fyrsta daginn var 414 krónur en verð fyrir stórfiskinn var 100-150 krónum hærra. Menn geta hagnast á þeim mismuni.

Auðlindin spurði Fiskistofu um málið í fyrra en þá kom fram að málið væri í skoðun – hvernig sporna mætti við þessu. Ekkert hefur frést af þeirri athugun.

Umframafli sem landað er á strandveiðum dregst frá heildarpotti strandveiða.

 

Deila: