Kolmunninn er úrvalshráefni

Deila:

Skip Síldarvinnslunnar hófu kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni í síðasta mánuði og hafa Bjarni Ólafsson AK og Beitir NK þegar landað fyrstu förmunum í Neskaupstað. Heimasíða Síldarvinnslunnar hafði samband við Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóra í gær og spurði hvernig hráefni kolmunninn væri.

„Í einu orði sagt þá er hann úrvalshráefni. Þetta er stór og góður fiskur og hann er vel feitur á þessum árstíma. Kolmunninn gefur vel af mjöli og einnig talsvert af lýsi núna. Vinnslan á honum gengur vel en það eru komin á land hátt í 5.000 tonn. Börkur NK er síðan á landleið með 2.000 tonn og kemur til hafnar síðar í dag. Bjarni Ólafsson og Beitir eru á miðunum,“ segir Hafþór.

Í gær var bræla á kolmunnamiðunum fyrir austan Færeyjar.

Ljósmynd Helgi Freyr Ólason.

 

Deila: