Samið um byggðakvóta Flateyrar

Deila:

Stjórn Byggðastofnunar ákvað í dag að ganga til samninga við við samstarfsaðilana  Vestfisk  ehf.  Fiskvinnsluna  Íslandssögu  ehf,  Klofning  ehf. og Aurora Seafood ehf.  um sérstakan byggðakvóta til sex ára. Um er að ræða 400 þorskígildi hvert fiskveiðiár samkvæmt frétt á bb.is

Það er mat Byggðastofnunar að þannig nýtist aflamarkið best og stuðli að mestri atvinnuuppbyggingu og stöðugleika á  Flateyri  og  vinnusóknarsvæðinu  í  heild.

Íslandssaga er einnig með starfsemi á Súðavík sem einnig er á vinnusóknarsvæðinu og er gert ráð fyrir að efla þá starfsemi ásamt því að vinnsla á sæbjúgum og fleiri afurðum flytjist á Flateyri og byggist upp þar.  Bolfiskur verði áfram unninn  á  Suðureyri.

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar segir að þegar  horft  er  til  mælikvarða sem settir eru í reglugerð um aflamarkið, nr. 643/2016,  viðmið  um öfluga starfsemi til lengri tíma, jákvæð áhrif á atvinnulíf og samfélag og trausta rekstrarsögu  sýnist  verkefnið  vel  til  þess  fallið  að  efla  atvinnulíf  almennt  á vinnusóknarsvæði  sem  nær  frá  Flateyri  allt  til  Súðavíkur.

„Stjórnendur  og forsvarsmenn félaganna hafa sýnt sig að vera áreiðanlegir , eru að uppistöðu heimamenn með allt sitt fé og  hagsmuni bundna í atvinnurekstri á svæðinu og öll félögin hafa gott lánshæfismat.  Þetta eykur líkur á öflugri starfsemi til lengri tíma sem dragi mest  úr  óvissu  um  framtíðina.“

 

Deila: