Norðmenn styrkja selveiðar

Deila:

Norskar útgerðir og móttökustöðvar, sem vilja taka þátt selveiði þessa árs í austur- og eða vesturísnum geta nú sótt um stuðning hins opinbera. 22,4 milljónir íslenskra króna aha verið teknar til hliðar fyrir þennan stuðning. Styrkir geta hvort sem er farið til skipa eða móttökustöðva og er markmiðið sem styrkjunum að hægt sé að gera, sem mest verðmæti út selnum.  

Skilyrði fyrir styrkveitingu vegna veiðar eru að viðkomandi skip hafi fengið leyfi til veiðanna og hafi sent tilkynningu um það til sjávarútvegsráðuneytisins. Til að öðlast styrkinn þarf að stunda veiðar hið minnsta í 35 daga.

Skilyrði fyrir styrkveitingu til móttökustöðvar eru að þær hafi öll tilskilin leyfi til vinnslu matvæla og leyfi til framleiðslu á selalýsi. Þá verða þær að vera með búnað til framleiðslu á skinni, spiki, lýsi, kjöti og öðru sem tilfellur.

Leyft verður að veiða allt að 11.458 seli í vesturísnum og 9.000 seli í austurísnum. Veiðunum skal vera lokið eigi síðar en 30. júní. Alls má því taka um 20.000 seli við Svalbarða og í Barentshafi.

Deila: