Færeyingar gefa út 7.000 tonna tilraunakvóta í kolmunna

Deila:

Við stjórnun veiða á kolmunna hafa Færeyingar tekið til hliðar 7.000 tonn af fiskinum, sem verður síðan úthlutað til tilraunaveiða og -vinnslu. Heimildirnar má sækja innan lögsögu Færeyja, Íslands og á alþjóðlegum hafsvæðum. Umsóknarfrestur er til 8. apríl.

Eins og áður er lögð sérstök áhersla á þróun og virðisauka við úthlutun veiðiheimilda. Í umsóknum skal lýsa markmiðum, tímabili og kostnaðaráætlun auk upplýsinga um veiðiskip, veiðarfæri, annan útbúnað og veiðislóðir.

Þá þarf að liggja fyrir hvernig fiskurinn verður geymdur um borð, hvernig vinna á fiskinn í landi. Sé gert ráð fyrir að vinna kolmunnann bæði til manneldis og í mjöl og lýsi úr sömu veiðiferð, er það kostur að viðkomandi fiskiskip nýti eigin kvóta í mjöl og lýsi. Aðeins má nýta brot af tilraunakvótanum í bræðslu.

Deila: