Afi og eldri borgari

Deila:

Maður vikunnar að þessu sinni er Vestmannaeyingur. Hann byrjaði á sjó á Gulltoppi 14 ára á síld. Honum fannst skrýtið að fá svartfuglsegg í humartrollið í Háadýpinu og lambakótilettur eru uppáhaldsmaturinn hans. Þorleifur Ugluspegill er honum eftirminnilegur.

og „starfar“ sem afi og eldriborgari

Nafn: 

Arnór Páll Valdimarsson.

Hvaðan ertu?

Vestmannaeyjum.

Fjölskylduhagir?

Giftur Svanhildi Eiríksdóttur og eigum við 4 börn og 8 barnabörn.

Hvar starfar þú núna? 

Afi og eldri borgari.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg? 

14 ára á Gulltopp VE á síldveiðum á hálfum hlut.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg? 

Nótaveiðin og félagsskapurinn.

En það erfiðasta? 

Brælur og lítið fiskirí.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum? 

Fá svartfuglsegg í humartroll í Háadýpinu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn? 

Þeir eru nú margir en minnisstæðastur er Þorleifur Ugluspegill.  Hann réri með okkur á Emmunni 1973 og var með svo stórar fætur að hann komst ekki í stígvélin, þurftum við því að skera stígvélið niður að hæl og „teipa“ það svo þannig. 

Hver eru áhugamál þín? 

Fjölskyldan og passa barnabörnin, þá eru ÍBV og íþróttir einnig ofarlega.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? 

Lambakótilettur.

Hvert færir þú í draumfríið? 

Eitthvert í smá hita og sól til dæmir til Tyrklands eða Tenerife.

Deila: