Norðmenn fá meira fyrir þorskinn

Deila:

Norðmenn fluttu utan 676.000 tonn af sjávarafurðum að verðmæti 301 milljarður íslenskra króna á fyrsta fjórðungi ársins. Það er 8% minna mælt í magni en á sama tíma í fyrra og 2% samdráttur í verðmætum. Þetta er hins vegar besti ársfjórðungur Norðmanna í útflutningi þorskafurða nokkru sinni. Verðmæti þess útflutnings nam ríflega 38 milljörðum íslenskra króna.

Verð hefur hækkað á salfiski, þurrkuðum og blautverkuðum,  og ferskum heilum fiski um 19%, 12% og 7%. Það er vegna aukinnar eftirspurnar í mikilvægum markaðslöndum eins og á Spáni og í Portúgal.

Vöxtur í saltfiskinum

Útflutningur á þurrkuðum saltfiski á fyrsta fjórðungi ársins nam 21.500 tonn að verðmæti 12 milljarðar íslenskra króna. Það er reyndar samdráttur um 2% í magni, en 3% vöxtur í verðmæti. Mest af þessum fiski fór til Brasilíu og Dómíníkanska lýðveldisins. Það er fyrst og fremst saltaður og þurrkaður þorskur sem sækir verðhækkanir í þessum afurðaflokki, sérstaklega í Portúgal. Verð á hvert kíló þar er nú að meðaltali 952 krónur sem er 190 krónum hærra en í fyrra. Neysla á þurrkuðum saltfiski heimafyrir hefur minnkað, en heildarneyslan er svipuð. Þessar afurðir eru fremur viðkvæmar fyrri verðhækkunum og stýrist neyslan nokkuð af verðinu.

8.700 tonn af blautverkuðum saltfiski fóru utan á umræddu tímabili og var verðmæti þess um 5,5 milljarðar króna. Þar vöxtur í magi um 4% en verðmætið hefur stigið um 19%. Portúgalar, Grikkir og Spánverjar kaupa mest af þessum fiski.

Verðhækkanir á ferskum og frystum þorski

Norðmenn seldu um 3.2000 tonn af ferskum þorski fyrir 14 milljarða íslenskra króna. Það er lítilsháttar samdráttur miðað við sama tíma í fyrra. Verðmætið hækkaði hins vegar um 4%. Af þessu er ferskur hrygningarþorskur 4.300 tonn sem er vöxtur um 3% og verðmæti útflutningsins jókst um 9%.

22.000 tonn af frystum þorski fóru utan að verðmæti 914 milljarðar. Það er aukning í magni um 5% og 13% í verðmæti. Verð á þorski hefur venjulega lækkað í mars, en nú hækkaði það.

 

Jákvæð þróun í laxinum

Útflutningur á eldislaxi nam 246.000 tonnum að verðmæti 200 milljarðaríslenskra króna. Það vöxtur í magni um % en verðætið dróst saman um 1,5%. Meðalverð á laxinum féll þannig úr 831 krónu á kíló í 776 krónur. Mest af laxinum fór til Póllands, Frakklands og Bandaríkjanna. Verð á laxi hefur engu að síður hækkað umtalsvert frá því í haust og er útlitið því talið nokkuð gott. Umfangsmiklar kynningar a mörkuðum eins og í Frakklandi, Bretlandi og á Ítalíu ásamt sterkri evru hafa leitt til verðhækkana á laxinum.

Norðmenn fluttu utan 9.800 af urriðað að verðmæti 8 milljarðar króna. Magnið jókst um 14% en verðmætið féll um 6%. Hvítrússar, Bandaríkjamenn og Pólverjar kaupa mest af urriðanum.

Samdráttur í síld og makríl

Útflutningur á síld var 89.000 tonn að verðmæti 9,6 milljarðar króna. Það er vöxtur í magni um 18% en verðmætið féll um 13%. Þýskaland, Pólland og Litháen eru helstu markaðirnir fyrir síldina. Verð síld er áfram lágt og skýrist það að miklu leyti af auknum afla og lokun hefðbundinna mikilvægra markaða eins og í Rússlandi. Verðið er því á því róli sem afrískir kaupendur koma inn á markaðinn og kaupa síldarafurðir. Sem dæmi um það má nefna af Egyptar meira en tvöfaldað síldarkaup sín og tóku nú 12.000 tonn.

Af makríl fóru utan 52.000 tonn að verðmæti 8,3 milljarðar íslenskra króna. Það er samdráttur í magni um 23% og 20% í vermæti. Stærstu markaðirnir fyrir makrílinn voru í Tyrklandi, Suður-Kóreu og Kína.

Meira selt af rækju

Þá seldu Norðmenn 50 tonn af kóngakrabba að verðmæti 1,6 milljarður króna. Magnið féll um 14% og verðmætið um 10%. 12% aukning var í útflutningi á rækju og alls fóru utan 2.000 tonn af henni og jókst verðmætið um 19%

Deila: